Fjör í Bolaöldu á Sunnudegi

Það var hörku fjör hjá þeim sem voru að tæta og trylla í Bolaöldubrautinni í dag, það ringdi á stöku stað svona rétt til þess að hafa gott rakastig í brautinni. Öll uppstökk og lendingar eru í frábæru  standi og er varla hægt að hafa brautina betri. Það voru allar gerðir af ökumönnum í brautinni allt frá byrjendum upp í nokkuð góða, en þó var lítið um topp ökumennina. Sennilega flest allir búnir að missa sig í kökur og sælgæti eftir að keppnistímabilinu lauk. Humm nei það getur ekki verið, hlýtur að vera almenn leti enda ýmislegt framundan í sportinu, bikarkeppnir á víð og dreif hér og þar um landið. Einnig gæti síðasta endurokeppni sumarsins, sem var haldin á Akureyri í gær, spilað þar inní.

Ég smellti nokkrum myndum af frískum hjólurum.

Frískur hjólari að koma úr barnabrautinni.
Frískur hjólari að koma úr barnabrautinni.
Feðgar í smá pælingum og annar er að fara í vitlausa átt.
Feðgar í smá pælingum og annar er að fara í vitlausa átt.
Drullugur og næstum því alsæll sparutari eftir skrautlega byltu.
Drullugur og næstum því alsæll sparutari eftir skrautlega byltu.
Bifvélavirkinn fór svo hratt á stóra pallinn að hann rétt náðist í mynd
Bifvélavirkinn fór svo hratt á stóra pallinn að hann rétt náðist í mynd
Byrjendur voru líka að fíla þetta í ræmur.
Byrjendur voru líka að fíla þetta í ræmur.
Margur er knár þó hann sé smár.
Margur er knár þó hann sé smár.
Kúl kerra maður!!!

Hörkuduglegur kvennmaður á ferð.
Hörkuduglegur kvennmaður á ferð.