Vefmyndavél

Landsliðið tilkynnt – tveir nýliðar

Gunnlaugur Karlsson, annar nýliða í landsliðinu

Gunnlaugur Karlsson, annar nýliða í landsliðinu. Mynd: Kleó

Landsliðseinvaldurinn Stefán Gunnarsson hefur tilkynnt landslið Íslands í samráði við stjórn MSÍ til þáttöku á Moto-Cross of Nations sem fer fram á Ítalíu dagana 3. og 4. október.

Eftirfarandi ökumenn keppa fyrir Íslands hönd á MX of Nations 2009:

Aron Ómarsson #66 á Kawasaki KX-F450 mun keppa í MX-1 flokki með númerið 88, Viktor Guðbergsson #84 á Suzuki RM-Z 250 mun keppa í MX-2 flokki með númerið 89 og Gunnlaugur Karlsson #111 á KTM  SX-F 505 mun keppa í MX-Open flokki með númerið 90.

Einar Sigurðarson sem er í öðru sæti til Íslandsmeistara í motocross gaf ekki kost á sér í liðið að þessu sinni og sagði í spjalli við motocross.is að hann vildi hleypa yngri ökumönnum að eftir að hafa keppt undanfarin tvö ár í MXoN.

Í tilkynningu frá MSÍ segir: „Næstu vikur munu fara í undirbúning landsliðsins fyrir keppnina en MSÍ mun styrkja liðið til keppni líkt og undanfarin ár. Mikil kostnaður fellur til við keppnisferðalagið og mun liðið leyta eftir styrktaraðilum til fararinnar. Þeir sem vilja leggja liðinu til styrki eða hjálp við undirbúningin er bent á að hafa samband við Stefán Gunnarsson landsliðseinvald.“

5 comments to Landsliðið tilkynnt – tveir nýliðar

 • stufur

  Til hamingjur strákar Gangi ykku vel

 • johannesmar

  Hvað með Eyþór ??? !!!

  Það er náttúrulega skandall að hann fari ekki !

  kveðja
  Jói

 • #40

  Landsliðseinvaldurinn hefur í raun ekkert vald. Liðið var valið í nóvember í fyrra þegar nýju reglurnar voru settar á formannsfundi MSÍ, menn þurftu bara að vera í efsta sæti í MX2 eftir Sólbrekkukeppnina til að tryggja sér farseðilinn. Sama með MX-Open, þar voru 2 efstu sætin sjálfkrafa komin í liðið. Gulli komst inn vegna þess að Einar gaf ekki kost á sér.

  Eitthvað voru þessar reglur umdeildar á sínum tíma en þannig er það með flestar reglur.

  kv, Hákon

 • theDude

  Flott lið, gangi ykkur vel

Leave a Reply