Bolaöldubraut

Kíkti við í Bolaöldubraut áðan og voru nokkrir þar að tæta og trylla. Brautin var ágæt eins og alltaf  þegar hún er blaut. Eitthvað hefur samt rigningin skemmt í brautinni og hjólarar þurfa að fara varlega fyrsta hringinn. Eftir það er bara fullt rör og engar bremsur.

Það má búast við að það verði mikið fjör á svæðinu næstu tvær vikur þar sem að við verðum með bikarmót og síðasta MX mót sumarsins. Vonandi skemmta allir sér saman á svæðinu okkar. Einhverjar breytingar verða gerðar á brautinni næstu daga eða um leið og jarðýtan verður klár í slaginn. Eitthvað þarf að vinna við ýtuna og væntanlega þurfum við hjálp góðra félagsmanna til að klára græjuna. Að sjálfsögðu verður það ekkert mál enda einvalalið innan okkar félags.

Sjáumst kát í Bolaöldubraut.

2 hugrenningar um “Bolaöldubraut”

Skildu eftir svar