Íslandsmótið í Sólbrekkubraut

Aron Ómarsson
Aron Ómarsson

Mótsdagur rann upp ótrúlega bjartur miðað við rigningar síðustu dagana fyrir mót. Má segja að veðurguðirnir hafi reynst þáttakendum hliðhollir í þetta sinn.

Þessari 4. umferð Íslandmótsins í Motocrossi lauk með yfirbuðrasigri Arons Ómarssonar en hann leiðir Íslandsmótið með fullt hús stiga þegar ein umferð er eftir. Ótrúlega gaman var að fylgjast með þessari spennandi og skemmtilegu keppni og voru þau mörg tilþrifin sem keppendur sýndu.

Mikill mannfjöldi sótti mótið heim en um 600 manns mættu á svæðið og er þetta eitt af fjölmennustu mótum á Sólbrekkubraut, – en þau eru reyndar alltaf vel sótt.

Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness vill þakka öllum sem komu að mótinu með einum eða öðrum þætti kærlega fyrir. Sérstakar þakkir fá þó RR Verktakar, KFC, Kaffitár og Hellusteinn.

Stjórn VÍR

Skildu eftir svar