Vefmyndavél

Flaggarar! Mæting kl.08:30 á morgun

VÍK áréttar til allra flaggara að áætluð mæting er kl.08:30 á morgun upp í Álfsnes og í allra síðasta lagi kl.09:00.  Pálmar, yfirflaggari, mun rölta með flöggurum yfir brautina og skipuleggja róteringar.  Af gefinni reynslu frá síðustu keppni, að þá er óvitlaust að vera með lítinn bakpoka með sér fyrir t.d. einn kaffibrúsa eða kakó og eitthvað til að maula.  Einnig getur verið gott að geta geymt föt í bakpokanum ef hitastigið skyldi fara upp úr öllu valdi og svo öfugt, þ.e. klætt sig í ef kólnar.  Það er búið að útvega hádegismat.

Leave a Reply