Vefmyndavél

Lognmolla á Álfsnesi

Veðurspá morgundagsins

Veðurspá morgundagsins

Það er útlit fyrir lognmollu á Álfsnesi á morgun. Eylítilli vestanátt er spáð í borginni þannig að ef það verður einhverntíma logn á Álfsnesi þá verður það á morgun. Engin vindur kemur þá á fleygiferð niður Esjuhlíðar og Mosfellsdalinn, heldur einungis andvari af hafinu.

En það verður ábyggilega engin lognmolla á brautinni. Spennandi keppni er í öllum flokkum hvort sem menn eru að keppa um titla, landsliðssæti, stolltið, heiðurinn eða bara að skemmta sér. Eins og fram hefur komið hafa miklar framkvæmdir verið á nesinu síðusu vikurnar og allt bendir til þess að brautin toppi á morgun og verði í toppformi. Margir keppendur hafa löngum verið sammála um að Álfsnesið sé skemmtilegasta braut landsins þegar rakastigið er rétt. Meðal annars þess vegna má búast við gríðarlega skemmtilegri keppni á morgun.

Við hvetjum áhorfendur til að mæta á svæðið og fylgjast með. Keppnin hefst klukkan 12 og keppni í meistaraflokki hefst klukkan 14.

Leave a Reply