MotoMos námskeið fyrir alla, bæði konur og kalla!

valdiMotoMos, í samstarfi við Valda #270, standa fyrir motocross námskeiðum fyrir félagsmenn í MotoMos brautinni í sumar.
Við ætlum að hafa þetta á léttu nótunum, taka alla brautina fyrir og hafa gaman af.
Fyrsta námskeiðið byrjar sunnudaginn 28. júní, og stendur milli kl. 13:00 og  15:00,  og verða einu sinni í viku í 4 vikur.

Verðið er ekki af verri kantinum og kemur MotoMos svo sannarlega til móts við félagsmenn sína á krepputímum, en það kostar aðeins 2.500 kall skiptið (þjálfun og brautargjald).

Nú er um að gera að skrá sig í MotoMos ef þú ert ekki þegar búin/n að því og mæta á æfingar 🙂
Skrá sig í MotoMos smella hér.
Lágmarksfjöldi á hverja æfingu eru 3 þátttakendur, og þeir sem ætla að vera með þurfa að framvísa félagsskírteini og mæta með 2.500 kall á hverja æfingu.

Allir velkomnir,

Ef þið hafið einhverjar spurningar sendið þá póst á valdi270@gmail.com.

Skildu eftir svar