Alessi leiðir í Ameríku

Alessi
Alessi skefur hól í beygju

Ryan Villopoto byrjaði motocross tímabilið eins og hann lauk supercrosstímabilinu, með sigri. Hann var með nokkuð gott forskot í hraða á aðra keppendur en svo meiddist hann á æfingu og verður frá allt tímabilið þar sem hann þarf að fara í aðgerð á hné. Mike Alessi var ekki lengi að átta sig á því að hans tími væri kominn. Hann hefur nánast leitt alla hringi síðan og virðist kunna vel við sig með gott forskot. 

Chad Reed ákvað á síðustu stundu að taka þátt í motocrossinu en hann var eingöngu samningsbundinn til að keppa í supercrossi. Hann er að standa sig vel, var í öðru sæti í seinna motoinu í gær og er í öðru sæti að stigum. Reed þarf þó að hafa sig allan við því keppnin er hörð, þeir Andrew Short, Ivan Tedesco og Josh Grant eru allir mjög nærri.

Mike Alessi hefur unnið síðustu 4 moto og er því með gott forskot á aðra keppendur. Hann er þekktur fyrir sín frábæru stört og hann hefur ekkert gefið þar eftir. Hann hefur skilið aðra keppendur eftir til að slást um annað sætið.

450 Freestone í Texas  (sæti fyrsta moto-sæti annað moto):
1. Mike Alessi (1-1)
2. Andrew Short (2-3)
3. Chad Reed (5-2)
4. Ivan Tedesco (4-9)
5. Ricky Dietrich (7-6)
6. Dan Reardon (12-4)
7. Michael Byrne (8-7)
8. Cody Cooper (6-13)
9. Weston Peick (9-11)
10. Justin Brayton (11-10)

450 Stig (Eftir 3 af 12 umferðum ):
1. Mike Alessi (142/2 sigrar)
2. Chad Reed (111)
3. Josh Grant (94)
4. Andrew Short (93)
5. Ivan Tedesco (70)
6. Dan Reardon (68)
7. Tommy Hahn (68)
8. Cody Cooper (60)
9. Justin Brayton (57)
10. Ryan Villopoto (55/1 sigur)

250 flokkurinn

 

Dungey í Texas
Dungey í Texas

Eins og oft áður er spennan jafnvel meiri í litla flokknum. Þar eru a.m.k. fimm keppendur sem eiga góða möguleika á að vinna moto; Ryan Dungey, Christophe Pourcel, Trey Canard, Brett Metcalfe og Tyla Rattray. Um helgina sigraði Pourcel í fyrra motoinu og Dungey tók seinna mótoið og ekki vantaði spennuna. Þessir fimm kappar eru allir með yfir 100 stig svo enginn má misstíga sig ef þeir ætla að eiga séns á titlinum.

 

250 í Freestone Texas:
1. Ryan Dungey (2-1)
2. Christophe Pourcel (1-4)
3. Trey Canard (3-2)
4. Blake Wharton (7-3)
5. Brett Metcalfe (4-7)
6. Tommy Searle (6-5)
7. Tyla Rattray (5-6)
8. Broc Tickle (9-8)
9. Darryn Durham (8-12)
10. Kyle Cunningham (13-9)

250 Stig (Eftir 3 af 12 umferðum):
1. Ryan Dungey (133/2 sigrar)
2. Christophe Pourcel (127/1 sigur)
3. Trey Canard (117)
4. Tyla Rattray (101)
5. Brett Metcalfe (95)
6. Blake Wharton (86)
7. Tommy Searle (79)
8. Broc Tickle (72)
9. Jake Weimer (66)
10. Justin Barcia (54)

Skildu eftir svar