Miðnæturkeppni verður í Bolaöldu 20.júní

Frá Bolaöldu 2008

Jæja þá fer að  koma að skráningu í Miðnæturkeppnina – (Bolaalda Mid-Night Offroad Run 2009). Keppt verður sem fyrr í 6 tíma þolaksturskeppni á lengsta degi ársins. Keppnin sem haldin var í fyrsta sinn á síðasta ári fékk frábærar viðtökur en hátt í 300 ökumenn tóku þátt í keppninni og þeir sem ekki tóku þátt eru væntanlega enn að svekkja sig á því. Keppnin hefst stundvíslega kl. 18.01 og lýkur ekki fyrr en 6 tímum síðar kl. 00.01 eftir miðnætti 21. júní, á lengstu nótt ársins.

Skráning í keppnina hefst á miðnætti (00.00) milli fimmtudags (7. maí) og föstudags (8.maí) hér á vefnum. Ath. að fyrstir koma – fyrstir fá því raðað verður á startlínu eftir skráningartíma ökumanna/liða!
Það er því vissara að stilla vekjaraklukkuna og stilla sér upp við tölvuna kl. 23.59 fimmtudagskvöldið 7. maí

Keppnisgjald er 5000 kr. á mann og menn verða að vera skráðir félagar í akstursíþróttafélagi þ.e. VÍK eða öðru félagi og hafa greitt félagsgjald fyrir 2009.

Brautin í fyrra bauð upp á frábæra keppni. Markmiðið með brautarlagningunni nú er að bjóða bæði krefjandi og skemmtilega slóða sem þó henta öllum. Keppnin er hins vegar löng og margt sem getur komið upp á 6 klukkustundum. Á síðasta ári var frábært veður sem gerði keppnina einstaklega eftirminnilega. Við höfum þegar pantað gott veður þetta kvöld hjá Veðurstofunni.

Keppt verður í flokkum karla og kvenna auk þess sem blönduð lið geta líka tekið þátt í eins, tveggja og þriggja manna liðum. Um daginn verður haldin keppni fyrir yngstu ökumennina í 85/150 flokki og 125/250 flokki. Öllum umboðum og þjónustuaðilum stendur til boða að vera með á sýningu á vörum og hjólum og tengdum vörum, auk þess sem um kvöldið verður boðið upp dúndrandi tónlist og fleiri skemmtiatriði. Í lok keppninnar verður keppendum og viðstöddum boðið upp á hressingu a la chef Katoom. Verðlaunaafhending verður kl. 1.00 um nóttina.

5 hugrenningar um “Miðnæturkeppni verður í Bolaöldu 20.júní”

  1. Keppnin í fyrra var alveg hreint mögnuð. Umgjörðin og stemmningin var til fyrirmyndar. Vonandi að þetta heppnist aftur eins vel. Ég skemmti mér stórvel í stúkunni í Bolaöldu.. og grilluðu borgararnir eru enn í fersku minni

  2. smá pælingar hvernig þetta verðrur skipt ??? verður veitt verðlaun fyrir þrímenning? tvímenning? og ironman??? eða bara sama ruglið og í fyrra????

  3. StraKust hér að neðan er frétt af motocross.is 8. júní 2008 um fyrirkomlagið á keppninni. Mistir þú allveg af þessu ?
    „1.2.3. Sæti Heildarúrslit 1, 2 eða 3 í liði“
    „1. Sæti 2 manna lið utan topp 3 heild“
    Þetta var birt um leið og skráning fór fram þannig að það var ekkert „eða bara sama ruglið og í fyrra????“ eins og þú heldur fram.
    Rock on

    8. júní, 2008 | 19:40
    Skráning hefst hér á motocross.is í MIðnæturþolaksturskeppni VÍK sem haldin verður í Bolaöldu þann 21.júní n.k.
    Keppt verður í 6 klukkustundur. Ræst verður kl. 18:01 og flaggað út kl. 00:01

    SKRÁNING HEFST HÉR Á MOTOCROSS.IS ÞANN 9.JÚNÍ KLUKKAN 20 OG SÁ FYRSTI SEM SKRÁIR SIG VERÐUR Á HJÓLI NÚMER 1 OG SÁ NÆSTI Á HJÓLI NÚMER 2 OSFRV. Einnig verður raðað á ráslínu eftir sömu röð (keppnisstjóri árskilur sér rétt á að raða í fremstu röð til að minnka slysahættu á fyrsta kaflanum)

    Keppt verður í eins, tveggja og þriggja manna liðum.
    Verðlaun verða veitt í eftirfarandi flokkum:

    1.2.3. Sæti Heildarúrslit 1, 2 eða 3 í liði
    1.2.3. Sæti Járnkarlinn 1x keppandi
    1.2.3. sæti Kvennalið 2 eða 3 í liði
    1. Sæti 2 manna lið utan topp 3 heild
    1. Sæti 3 manna lið utan topp 3 heild
    1. Sæti Yfir 90 ár x2 í liði
    1. Sæti Yfir 145 ár x3 í liði
    1. Sæti Flottasti liðsbúningurinn
    1. Sæti Feðgar/feðgin 2-3 í liði
    1. Sæti Yngsta liðið 2-3 í liði

  4. 111.is eða gulli þú veist nú það alveg að það var nú meira rugl heldur en þetta verðlaunadæmi!!!

  5. Eftirfarandi verðlaun verða veitt:

    1.2.3. Sæti Heildarúrslit keppninnar, getur verið einstaklingur, tveggja manna lið eða 3 manna lið.
    1.2.3. Sæti Járnkarlinn 1x keppandi
    1.2.3. sæti Kvennalið 2 eða 3 í liði
    1.2.3. Sæti 2 manna lið
    1.2.3. Sæti 3 manna lið
    1.2.3. Sæti Yfir 90 ár x2 í liði
    1.2.3. Sæti Yfir 135 ár x3 í liði

    1. Sæti Flottasti liðsbúningurinn 2-3 manna lið.
    1. Sæti Feðgar/feðgin 2-3 í liði
    1. Sæti Yngsta liðið 2-3 í liði

Skildu eftir svar