Frétt á Vísi

VÍK og UMSÍ vill ítreka fyrir mönnum að gæta sérstaklega að því að hlífa slóðum og vegum á þessum tíma þar sem akstur á slóðunum getur stórskemmt þá og eyðilagt þá ánægju sem við getum haft af því að keyra þá á sumrin og haustin. Við þurfum auðvitað ekki að taka fram að svona vitleysingsgang eins og þessir fjórhjólamenn voru staðnir að láta félagsmenn okkar ekki standa sig að. Sem betur fer náðust þessir kónar, en með athæfinu eru þeir ekki bara að skemma landið okkar, heldur stórskaða ímynd okkar hjólamanna og gera okkur enn erfiðara fyrir í réttindabaráttu okkar.
Kveðja,

Gunnar, UMSÍ

Tengill á fréttina

Skildu eftir svar