Vefmyndavél

Geðveikt næturmotocross!

Næturmotocrossið í Bolaöldu í gærkvöld var hreinasta snilld. Frábært veður, stafalogn, tunglskin og 10 stiga frost. Kuldinn skipti ótrúlega litlu máli. Brautin var ótrúlega flott, uppstökk og lendingar mjög góðar. Að vísu var brautin aðeins þrengri en vanalega en það kom ekki svo mikið að sök. Flottast við þetta var samt að sjá ljósashowið af 15 hjólum, höfuðljósum og ljósakerrum um alla braut – hrein snilld! Á laugardaginn er sama spáin þannig að það lítur vel út með helgina og engin ástæða til að láta sér leiðast um helgina.

Painterinn helæstur eins og vanalega! :)

Painterinn helæstur eins og vanalega 🙂

Ps. menn hafa mikið spurt um slit á nagladekkjum – við teljum það vera mjög lítið í þessu. Brautin er þakin snjó, undirlagið er gaddfreðið og gripið mjög svipað og á ísnum þannig að dekkin eru jafngóð eftir

7 comments to Geðveikt næturmotocross!

Leave a Reply