Vefmyndavél

Næturmotocross í Bolaöldu á fimmtudagskvöldið kl. 20

Á fimmtudagskvöldið verður gerð tilraun með að keyra næturmotocross í Bolaöldubrautinni. Þeir sem prófuðu brautina um helgina voru gríðarlega ánægðir með aðstæður og skemmtu sér frábærlega. Við erum búnir að fá lánaðar tvær ljósakerrur sem lýsa brautina mjög vel upp í snjónum. Garðar mætir snemma og fer yfir brautina eftir þörfum og gerir húsið og kaffið klárt.Nú er bara að mæta með trella/karbíta undir hjólunum og láta vaða. Miðarnir fást í Litlu kaffistofunni – sjáumst annað kvöld.

2 comments to Næturmotocross í Bolaöldu á fimmtudagskvöldið kl. 20

Leave a Reply