Vefmyndavél

Eyþór á batavegi

Eyþór Reynisson sem lærbrotnaði í síðustu motocrosskeppni útskrifaðist af sjúkrahúsinu á Akureyri s.l. fimmtudag og er á góðum batavegi. Hann er komin heim og líður vel eftir atvikum og er staðráðinn í því að láta þetta ekki stoppa sig í sportinu og stefnir á að mæta tvíelfdur á næsta keppnistímabili. En þess má geta að Eyþór var með þriðja besta tíma í MX1/MX1 á Akureyri og stefndi á að taka þátt í sinni fyrstu keppni í þeim flokki. Vefurinn sendir Eyþóri báráttukveðjur með von um skjótann bata.

Leave a Reply