Bolaalda nýsléttuð – lokuð á morgun frá kl. 18

Motocross brautin í Bolaöldu er nýsléttuð og verður í frábæru standi í kvöld. Um að gera að nýta sér það í blíðunni. Miðarnir fást eftir sem áður í Litlu kaffistofunni og nú er líka hægt að kaupa miða á Olís stöðinni í Norðlingaholti. Góða skemmtun!

Á morgun fimmtudag verður motocrossbrautin í Bolaöldu svo lokuð frá kl. 18 vegna framkvæmda og viðgerða á vökvunarkerfinu. Byrjendabrautirnar og enduroslóðarnir verða að sjálfsögðu opnir.

Skildu eftir svar