Vefmyndavél

Strandamenn komnir á kortið


Fyrsta motocrosskeppnina á Hólmavík var haldin á Hamingjudögum um helgina. Samkvæmt fréttum á heimasíðu Geislans, sem er motocrossfélagið á staðnum heppnaðist keppnin mjög vel og 18 keppendur mættu til leiks í þremur flokkum.
Í unglingaflokki sigraði Friðrik Mánason og í Fullorðinsflokki sigraði Kristján Páll Guðmundsson.
Ekki er annað að sjá af þessum myndum en aðstæður séu flottar á Hólmavík og við bjóðum Strandamenn velkomna í hringiðuna.

.
.

Þá er það yfirstaðið fyrsta mót Mótorkross Félags Geislans og
Hamingjudagarnir. Ekki er hægt að segja annnað að mótið hafa tekist
framar vonum, fullt af keppendum og mikill fjöldi kom og horfði á,
þrátt fyrir að veðurguðarnir voru ekki okkur hliðhollir. En alls kepptu
18 manns í þrem flokkum, Barnaflokk, Unglinga og Fullorðins.

Helstu Úrslit voru:

Unglingaflokkur:

1. Friðrik Mánason

2. Þórdís Karlsdóttir

Fullorðinsflokkur:

1. Kristján Páll Ingimundarson

2. Karl Víðir Jónsson

3. Guðbrandur Ásgeir Sigurgeirsson

Mótorkross
Félag Geislans vill koma á framfæri þökkum til þeirra allra sem lögðu
hönd á plóg við skipulagningu mótsins. Eins viljum við þakka öllum þeim
sem hjálpuðu okkur og gera þessa braut að veruleika, því það er ekki að
sjá á öðru en hún eigi bjarta framtíð fyrir sér og mótorkross sportið í
heild sinni hér á Ströndum.
Við hjá félaginu stefnum að því að halda annað mót í sumar, hugsanlega í ágúst.
Hægt er skoða nokkrar myndir frá keppninni hér að neðan, fleiri myndir koma bráðlega inná á síðuna.

Fréttin er tekin af vef Motocross félags Geislans

Leave a Reply