Skemmtileg keppni á Álfsnesi

Keppnin í Álfsnesi í gær var skemmtileg og spennandi. Loksins var ekki grenjandi rigning í Álfsneskeppni, eins og undanfarin ár. Í staðinn var þó of mikill þurrkur og rokið setti strik í reikning áhorfenda. Keppendur létu það þó ekki á sig fá og gáfu sig alla í þetta. Eyþór Reynisson sigraði í 85cc flokki með talsverðum yfirburðum, Bryndís EInarsdóttir varð önnur og Ingvi Björn Birgisson þriðji. Eyþór náði einnig athyglisverðum árangri í MX-Unglingaflokki þar sem hann sigraði fyrsta moto-ið

Í 85cc kvennaflokki sigraði Bryndís Einarsdóttir, Guðfinna Gróa Pétursdóttir varð önnur og Ingibjörg Leópoldsdóttir
varð þriðja.

Í opna kvennaflokknum var frábærri barátta á milli Karenar Arnardóttur og Signýjar Stefánsdóttur og í þetta skiptið hafði Signý betur með því að vinna seinna moto-ið, Aníta Hauksdóttir var aldrei langt undan og endaði þriðja. Á myndinni sjáum við Signýju við það að fara fram úr Karen.

Í MX-B flokknum sigraði Daði Erlingsson, Ernir Freyr Sigurðsson varð annar og þriðji var Unnar Sveinn Helgason.

Í MX-Unglingaflokki var mikill fjöldi keppenda og þar er breiddinn og hraðinn orðinn rosamikill. Þessir strákar gefa allt í sölurnar og eru margir þeirra í toppformi. Sannarlega íþróttamenn framtíðarinnar. Sölvi B. Sveinnsson sigraði flokkinn, Ásgeir Elíasson varð annar og Friðrik Freyr Friðriksson varð þriðji.  Kjartan Gunnarsson varð fjórði og fékk verðlaun fyrir að vera fyrstur á tvígengishjóli.

Gunnlaugur Karlsson sigraði í MX2, Heiðar Grétarsson varð annar og Hjálmar Jónsson þriðji.

Í MX1 sigraði Ed Bradley fyrsta moto-ið með nokkrum yfirburðum og glæsilegum akstri. Valdimar Þórðarson varð annar og Aron Ómarsson tók framúr Gunnlaugi Karlssyni á síðasta hring til að ná þriðja sætinu. í öðru motoinu náði Bradley aftur góðri forystu en svo sprakk hjá honum afturdekk og dróst hann afturúr. Íslensku strákarnir elfdust talsvert við að komast framúr Bretanum og keyrðu feykilega vel. Valdimar sigraði motoið, Ragnar Ingi Stefánsson varð annar og Einar S. Sigurðarson þriðji. Í þriðja moto-inu náði Bradley forystunni í upphafi en aftur sprakk hjá honum á fyrsta hring. Ragnar Ingi tók þá forystuna og leiddi í sex hringi þar til Valdimar tók af honum forystuna. Ragnar gaf þó lítið eftir og var eins og skugginn af Valda. Í síðustu beygjunni reyndi Ragnar að stela sigrinum og tók glæsilegan endasprett sem næstum gekk upp. Hann náði þó ekki framúr Valda en einungis munaði 0,16sek í endamarkinu.

Staðan í Íslandsmótinu í MX1 er nokkuð athyglisverð þar sem Valdimar skoraði aðeins 34 stig í fyrstu umferðinni og Aron var ekki með þá vegna meiðsla. Einnig var Gylfi Freyr Guðmundsson ekki með í Álfsnesi vegna meiðsla.

  1. Einar S. Sigurðarson 124 stig
  2. Ragnar Ingi Stefánsson 120
  3. Valdimar Þórðarson 109
  4. Gunnar Sigurðsson 103
  5. Gunnlaugur Karlsson 97
  6. Mikael B David 80
  7. Atli Már Guðnason 79
  8. Heiðar Grétarsson 77
  9. Hjálmar Jónsson 63
  10. Aron Ómarsson 54

Nánari úrslit Hér
Staðan í Íslandsmóti Hér
Myndir á motocross.vefalbum.is
Myndir á MXsport
Myndir á motosport

Skildu eftir svar