Bullandi blíða

Öllum keppendum í Midnight Off-Road Challenge sem fer fram í Bolöldu á morgun laugardaginn 21.06. er boðið að keyra upphitunarhring á eftir undanfara kl: 15:30.
Ræsing er svo kl: 18:01 og keppni líkur um miðnætti. Á eftir keppninni bíður VÍK öllum keppendum uppá grillaða hamborgara og pylsur.
Enduro-Guðinn hefur lagt blessun sína á þetta afmælis stórmót VÍK og spáð er bullandi blíðu, full sól, 12 stiga hiti og logn.

Allir í Bolöldu á morgun, skemmtidagskrá hefst um hádegi.

kv.
Stjórnin


Skildu eftir svar