Keppnisskoðun for Dummies..!!

Eins og fram hefur komið fer skoðun á keppnisbúnaði fram í dag á milli kl. 19:00 og 21:00 hjá Ingvari Helgasyni hf.
Fyrir allar keppnir á vegum MSÍ, þarf mótshaldari að sjá til þess að ökutæki verði skoðuð.
Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að tryggja að í brautina fari ekki búnaður sem á einhvern hátt getur skaðað notandann eða aðra keppendur.  Hjá MSÍ og/eða FIM liggja fyrir skýrar reglur um það hvernig hjól eiga að vera útbúin og hvernig keppendur skulu mæta til leiks.  Það er holt fyrir alla að kynna sér þessar reglur.

En svona fyrir þá sem kannski eru að koma að þessu í fyrsta sinn, og náttúrulega til uppryfjunar fyrir þá sem gjarnir eru á að gleyma, þá eru hér nokkur aðalatriði sem gott er að hafa í huga……

…því ef þau eru ekki í lagi þá fær hjól ekki skoðun:

Fyrst þarf að  ganga frá  pappírsmálum –  Ökuskírteini, skoðun, tryggingar og undirrituð þátttökuyfirlýsing (eyðublöð á staðnum) þurfa að liggja fyrir áður en hjól fæst skoðað.

Keppandi mæti með hjálm til skoðunar.  Hann þarf að uppfylla reglur og vera óskemmdur!

Svo er það hjólið – það helsta:
– Mæta með hreint hjól í skoðun
Keppnisnúmer á hjóli, vel stór og nógu varanlegt. (..ekki eitthvað "tape" dót )
Gjarðir (ekki skakkar) og allir teinar í lagi (herða lausa teina)
Bremsur í lagi (munið að prófa eftir dekkjaskiptingar)
Hjólalegur í lagi (farið vel yfir frágang á framöxli)
Standpetalar falli liðlega upp og niður
– Bremsu- og kúplingshandföng ásamt afturbremsu petala, óbrotin og ekki með skörpum endum
Bretti í lagi.
Hljóðkútur virkur! (..stikkprufur teknar í sumar…farið verður eftir lágmörkum á næsta tímabili ! )

Góða skemmtun! 😉

Skoðunarteimi VÍK

Skildu eftir svar