Endurokeppnin 17. maí fer fram í Bolaöldu

Fyrsta endurokeppni ársins sem fara átti fram við Hellu hefur verið færð yfir á Bolaöldusvæðið.
Svæðið hefur komið mjög vel undan vetri og þar er lítil bleyta undir og stefnir allt í að svæðið verði orðið gott um miðjan mánuðinn. Það hefur því verið ákveðið að halda keppnina þar, frekar en á nýjum slóðum, enda fyrirvarinn lítill.
Brautarlagning verður kynnt á næstu dögum og er óskað eftir aðstoð sem flestra við hana.

Önnur og keppnissvæði sem komu til greina voru einfaldlega ekki talin nógu krefjandi og/eða tíminn of skammur til stefnu. Keppnin í Bolaöldu s.l. ár var auk þess ein skemmtilegasta keppnin í langan tíma að margra mati, og ekki ólíklegt að þessi muni bjóða upp á svipaðar þrautir. Á Bolaöldusvæðinu er ennfremur frábær aðstaða til að taka á móti þessum fjölda keppenda og áhorfenda. Skráning í keppnina fer fram á vef MSÍ (www.msisport.is), og ætti skráning að opnast fljótlega.

Um helgina verða enduroslóðarnir á neðri svæðunum opnaðir en væntanlega er enn bleyta á einhverjum stöðum.  Við biðjum fólk um að hlífa efstu slóðunum aðeins lengur.

Kveðja, Stjórn VÍK og Enduronefnd

Skildu eftir svar