Netviðtalið: Einar Íslandsmeistari

Við hér á motocross.is erum að fara af stað með nýjan viðtalsdálk hér á síðunni. Spjallað verður við hina og þessa sem tengjast sportinu á einn eða annan hjátt. Fyrstur í viðtalið hjá okkur er meistari meistaranna Einar S. Sigurðarson sem er einmitt bæði Íslandsmeistari í motocross og Enduro.

Hvað er að frétta af þér? Handleggsbrotinn?

Allt gott að frétta af mér.
Já ég handleggsbrotnaði í Vestmanneyjum fyrir þremur vikum. Það vildi þannig til að gamli freestylepallurinn stóð uppá hrauni og leit svolítið illa út.
Mig langaði samt að prófa að stökkva. Í fyrstu…


virtist þetta vera allt í lagi þar sem í miðjunni var stálbiti undir. Eftir nokkur stökk og hneykslunarsvipi frá félögunum, þá kom að því að ég rann aðeins til fyrir pallinn, hitti ekki á miðjuna og framdekkið beint í gegnum krossviðinn. Ég hins vegar kláraði stökkið en bara á hvolfi.
Ég er orðinn nokkuð vanur að brotna þannig að mig grunaði strax hvað hafði gerst og fór uppá sjúkrahús í röntgen.


Mætirðu í fyrstu keppni?

Já þó ég hjóli með „einari“.


Hvað hefurðu átt mörg hjól á ævinni?

Einhverstaðar á milli 50 og 100.


Hvernig hjól munt þú nota í sumar?

Ég nota KTM 505SX.


Hvað er á náttborðinu þínu?

Svali, snuð og Bókin The Kurt Nicoll way.


Bloggar þú?

Nei


Hvernig ertu búinn að hátta undirbúningi í vetur?

Ég er búin að vera duglegur að hjóla og hafa gaman, ég hef ekkert farið erlendis síðan á Norðurlandamótinu.

Hver er uppáhaldasbrautin þín?

Mér er eiginlega alveg sama ef þær eru í góðu standi. Hafa allar sinn karakter.


Hverjir eru styrktaraðilar þínir?

KTM/MOTO, Össur, Shell, KFC, Artis, Húsart, ásamt fleirum sem eru í vinnslu þessa stundina


Styðurðu ríkisstjórnina?

Já.


Hvaða skónúmer notar þú?

Nr. 45


Hvaða önnur áhugamál hefur þú fyrir utan mótorhjól?

Öllu með vél.


Í hvaða félagi ertu?

Vík og Moto Mos


Hver eru markmið þín í sumar?

Bara að hafa gaman af þessu.


Hvaða spurningu viltu leggja fyrir næsta gest okkar?

Hvað þarf að gera til að fá fleiri einstaklinga til að vinna með í félagsstarfinu ?


Láttu þér batna fljótt og gangi þér vel í sumar.

Skildu eftir svar