Hljóðstyrksmæling á fyrstu Enduro keppni sumarsins

Um 15 hjól voru tekin í prófun í skoðun á hljóðstyrk í Enduro keppninni í Bolaöldu. Niðurstaðan er sú að flestir eru með hljóðkúta sína í lagi. Það var helst að aftermarket kraftpústin voru full hávær og ljóst að þeir sem eru að nota slík þurfa að pakka pústin sín og nota „silent insert“ ef þeir ætla að vera innan hljóðstyrksmarka. Það er ljóst að það er talsverður munur milli mismunandi gerða pústkúta því er rétt að benda mönnum á að vanda valið og jafnvel hugsa sig vel um áður en hlaupið er í kaup á kraftpústi. Flest kraftpúst krefjast þess að menn pakki kútinn fyrir hverja keppni sem er tímafrekt og dýrt.

Mælinginn í þetta skiptið var aðallega til að gera mönnum grein fyrir hvar þeir stæðu en seinna í sumar verður tekið á þessum málum eins og öðrum keppnis reglum. Ef keppendur hafa áhuga fyrir að undirbúa sig einhverjum dögum fyrir keppni til að vita hvernig hjólin koma út í hljóðstyrk er hægt að hafa samband við Ásgeir asgeir@aukaraf.is 897-7800 og þá er hægt að mæla sér mót til að taka „sound test“. Slíkt tekur ekki langa stund.

Skildu eftir svar