Hjóladagur til styrktar Jóni Gunnari

KKA og Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar efna til hjóladags laugardaginn 10. maí næstkomandi í motocrossbrautinni á Sauðárkróki til styrktar Jóni Gunnari Einarssyni sem lenti í alvarlegu slysi á torfæruhjóli sínu fyrir nokkrum dögum og liggur enn slasaður á spítala. Hjólið hans var ótryggt og er þess vegna ekki hægt að sækja bætur vegna slysins. Brautargjaldið er 1000 kr.- og rennur óskert til styrktar Jóns. Miðar eru seldir í Shell skálanum á Sauðárkróki.

Skildu eftir svar