Þakklætiskveðjur

Friðrik Elí lenti í slysi í Bolaöldu og sendi eftirfarandi kveðju inn á vefinn:
 
"Sæl öll. Ég er einn af þeim tveimur sem fóru með sjúkrabíl frá Bolaöldu föstudaginn 2. maí. Ég er sá sem fékk hjólið í hliðina á mér. Ég vildi bara láta vita að ég er útskrifaður af sjúkrahúsi og er á batavegi.

Þennan dag í bolöldu voru aðstæður mjög góðar, ég hafði stökkið þennan pall oft síðasta sumar og án teljandi vandræða, en þennan dag gekk ekkert upp og ég varð tæpari og tæpari með hverju stökkinu og ég hefði átt að hætta strax. En jú slysin gerast.

Ég er náttúrulega þakklátur fólkinu sem hjálpaði mér þá sérstaklega þessum tveim mönnum sem ég hef ekki hugmynd um hvað heita sem hringdu á bíl og töluðu við mig og stoppuðu frekari umferð í brautinni á meðan ég lá í lendingunni. Ef þú hefur hugmynd um hverjir þetta voru þá máttu láta mig vita. Hef í rauninni ekkert meira að segja um þetta mál, vildi bara láta vita af mér 🙂

Kveðja, Friðrik Elí"

Skildu eftir svar