Akrabraut opnar á fimmtudaginn

Fyrir þá sem ekki vita hefur brautin verið tekin í gegn og verið breikkuð upp í allt að 12 m og sumir pallar verið endurbættir til hins betra. Frábærir battar sem hægt er að láta flakka í og myndast hafa geggjaðir rötsar í beygjunum. Því miður erum við ekki komnir með vökvunarkerfi en það stendur nú til bóta, þannig að það er ágætt að koma með auka loftsíu.

Takið með ykkur góða skapið og farið varlega á pallanna, og munið að fara varlega fram úr hægfara ökumönnum.
 
Það kostar 1000 kr. inn og miðar eru keyptir í Olís Akranesi.
 
ATH: Brautin verður opin almenningi á fimmtudögum til sunnudags. Svo verður brautin opin eingöngu fyrir VÍFA mánudaga til miðvikudaga.

Skildu eftir svar