MX brautinni á Hellu lokað

Flugbjörgunarsveitin á Hellu vill koma því á framfæri að Motocrossbraut sú sem við höfum rekið frá októbermánuði hefur verið lokað. Þessi braut verður ekki opnuð aftur en stefnt er að opnun brautar í næsta nágrenni við þessa.
Einnig viljum við ítreka það að ÖLL umferð mótorhjóla er stranglega bönnuð á brautinni og á svæðinu í kring þ.m.t. gilið sem torfæran hefur verið haldin í.
 
Virðingarfyllst,
 
Svanur Lárusson
Formaður F.B.S.H.


Skildu eftir svar