Hætturnar leynast víða

Ökumaður torfærumótorhjóls sem var á ferð með þremur öðrum á Sólheimasandi í morgun missti hjólið undan sér er þeir óku yfir ósa árinnar Klifanda. Brimið var það mikið og útsog sterkt að öldurnar báru hjólið á haf út.

„Hann var heppinn að fara ekki með hjólinu," sagði varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Að sögn lögreglunnar var maðurinn að bisa við að rétta hjólið við er undiraldan tók það og félagi mannsins kom honum til aðstoðar og kom honum á þurrt.

Óhappið varð um klukkan ellefu í morgun.

Tekið af mbl.is


Skildu eftir svar