Tilkynning frá SÝN

Mér þykir leitt að tilkynna ykkur að supercrosskeppnin sem átti að frumsýna í kvöld á SÝN hefur ekki komist til landsins sökum veðurs. Þetta er í annað skiptið af þremur skiptum sem þátturinn hefur ekki komist til landsins sem veðurfar okkar á sök. Í hitt skiptið komst þáttur til landsins í tíma vegna þess hversu seint hann var sendur af framleiðanda til landsins.
Okkur þykir mjög leitt að þurfa að svekkja ykkur með þessu en þetta er því miður ekki undir okkur komið. Við vonum að þetta komi ekki aftur fyrir. Þátturinn sem átti að vera síðasta föstudag verður sýndur í kvöld en á undan þættinum verður sýnt nýtt viðtal í studio við Lexa sleðamann sem mun segja okkur frá því hvað er að gerast í snocrossinu þessa dagana og verða myndbrot sýnd úr keppninni í Bolöldu síðustu helgi.

Takk fyrir þolinmæðina.

Kv,
Ingi Þór Tryggvason
Supercoss / SÝN

Skildu eftir svar