Afrekskvennasjóður Glitnis

Auglýst er eftir umsóknum í Afrekskvennasjóð Glitnis og ÍSÍ.

Framundan er þriðja úthlutun úr Afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ. Til sjóðsins var stofnað með framlagi úr Menningarsjóði Glitnis og tilgangur hans er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri.

Frestur til að skila inn umsóknum fyrir þessa úthlutun rennur út föstudaginn 15. febrúar n.k. Hægt er að nálgast reglugerð um sjóðinn og umsóknareyðublöð hér

Nánari upplýsingar veitir Örvar Ólafsson, orvar@isi.is. Hægt er að senda umsóknir á rafrænu formi beint til hans.

Skildu eftir svar