Skráning í íscross

Minni á að skráningu í 2. umferð Íslandsmeistaramótsins í Íscrossi lýkur á mánudagskvöld á kr. 3000. Eftir það mun verðið tvöfaldast og verður því kr. 6000 fram að keppni. Eins og áður eru aðstæður til ísaksturs frábærar hérna í Mývatnssveitinni og lítur út fyrir spennandi keppni, en fréttst hefur af fjölda vélhjólamanna sem eru búnir að skella nagladekkjunum undir. Gula pressan hefur hlerað að kempur eins og Binni Morgan og Karl Gunnlaugsson ætli að mæta og sýna áður óséða takta.


Skildu eftir svar