Vefmyndavél

Snocross í Bláfjöllum

Nú er kominn hellingur af snjó í Bláfjöll.
TTK Aksturíþróttafélag hefur sótt um leyfi til að hafa landsvæðið sem hefur verið notað undir braut sem varanlegt sleðasvæði.
En við höfum fengið að vera þarna vegna þess að við hjálpum til með að stjórna því að sleðamenn fari ekki í skíðasvæðið eða ofan við okkar svæði.
Bæði er skíðasvæðið algert bannsvæði (líka þegar fjallið er lokað) og svo bannað að fara upp fyrir svæðið til að fara í Jósepsdal (vegna þess að gönguskíðasvæðið liggur þar).
Því þurfum við að benda öllum á að vera engöngu neðan við skíðasvæðið
Þetta átak þarf á öllum okkur að halda, ef það sést til manna sem eru að fara uppá skíðasvæði með kerrur eða á sleðum endilega stoppið og látið þá vita af þessu.
Sjá nánar á Lexi.is

Leave a Reply