Hvaleyrarvatn um næstu helgi !

Um næstu helgi ætlum við að gera tilraun með að ryðja snjó af ísnum með fjórhjóli og hafa tvær brautir ruddar, eina fullorðins og eina barna.  Einnig mun húsið við enda vatnsins verða opið og getum við nýtt okkur aðstöðuna þar til þess að skipta um föt, borða nestið okkar, hlýja okkur, fara á klósettið og bara hafa það huggulegt.  Gangið bara vel um.  Við viljum biðja þá sem koma að hjóla að leggja ekki bílunum á veginum meðfram vatninu heldur nota bílastæðin við húsið.  Við vonumst til að sjá sem flest fjölskyldufólk á svæðinu og munum gera okkar besta til að skilja á milli brautanna á svæðinu.  Síðan eru fínar snjóþotubrekkur þarna.  Það þarf varla að taka það fram að stóru hjólin eiga þá ekki að vera í minni brautinni.  Að lokum viljum við mæla með því að menn fái sér snúruádrepara á hjólin og noti þá.


Skildu eftir svar