Vefmyndavél

Þjálfaranámskeið ÍSÍ

Nú fara þjálfaranámskeið ÍSÍ að fara af stað aftur.  Á fyrsta stigi menntunarinnar verða í boði helgarnámskeið og fjarnám en kennsla á 2. stigi verður með öðrum hætti eins og áður hefur verið getið um og sjá má betur í fylgiskjali.  Einnig verða í boði námskeið í skyndihjálp sem er eitt af inntökuskilyrðum fyrir nám á 2. stigi.


Vinsamlegast komið meðfylgjandi upplýsingum áfram innan ykkar raða sem fyrst og hvetjið aðila til að nýta sér þessa góðu og sjálfsögðu menntun.
 
Allar frekari upplýsingar um námskeiðin og þjálfaramenntun ÍSÍ eru fúslega veittar hjá undirrituðum.
 
Með bestu kveðju,
 
Viðar Sigurjónsson
Sviðsstjóri Fræðslusviðs ÍSÍ
Glerárgötu 26
Akureyri
Sími: 460-1467 & 863-1399

Leave a Reply