Nýtt félag stofnað

Í gærkveldi var stofnað nýtt vélhjólafélag á fjölmennum stofnfundi sem haldinn var að Hótel Loftleiðum.
Um og yfir 120 manns mættu á þennan fyrsta fund félagsins sem hlaut nafnið "Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir"  – skammstafað FÚS.
Fyrsti formaður félagsins, Jakob Þór Guðbjartsson, var kosinn með lófataki. 
Eins og nafn félagsins bendir til, er hér um að ræða félagsskap þeirra sem nota vélhjól sín og fjórhjól,  til ferðalaga og almennar útivistar.

//EiS


Skildu eftir svar