Einar S. Sigurðsson tilnefndur Íþróttamaður Reykjavíkur 2007

Stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur undanfarin ár veitt viðurkenningar til íþróttamanna í reykvískum félögum fyrir góðan árangur. Í gær, 23. janúar 2007 var tilkynnt um val á Íþróttamanni Reykjavíkur 2007 og var Einar S. Sigurðsson einn þeirra íþróttamanna sem hlutu tilnefningu. Þetta er mikill heiður fyrir Einar og mikil viðurkenning á íþróttinni og þeim vexti og uppbyggingu sem verið hefur á síðustu árum.

Að þessu sinni voru það tíu íþróttamenn sem hlutu viðurkenningu og hlaut hver þeirra styrk að upphæð krónur 50.000,-. Einar var að vonum ánægður með tilnefninguna og missti út úr sér þegar hann sá styrkinn „Geðveikt, nú get ég keypt nýjan gang af Trellum!“ Forgangsröðunin greinilega á hreinu 🙂

Íþróttamaður Reykjavíkur árið 2007 er Ragna Björg Ingólfsdóttir, badmintonkona úr Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur. Ragna Björg varð þrefaldur Íslandsmeistari á árinu 2007. Hún komst í útslit á fjórum alþjóðlegum mótum á árinu sem skilaði henni hæst í 37. sæti á heimslista Alþjóð Badmintonsambandsins.

Hinir íþróttamennirnir eru eftirfarandi:
Ásgeir Sigurgeirsson skotíþróttamaður úr Skotfélagi Reykjavíkur
Guðmundur Eggert Stephensen borðtennismaður úr Knattspyrnufélaginu Víkingi
Haraldur Heimisson kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur
Jakob Jóhann Sveinsson sundmaður úr Sundfélaginu Ægi
Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrnukona úr Knattspyrnufélaginu Val
Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona úr Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur
Sveinn Elías Elíasson frjálsíþróttamaður úr Ungmennafélaginu Fjölni
Þormóður Jónsson júdómaður úr Júdófélagi Reykjavíkur

Stjórn VÍK óskar Einari Sig hjartanlega til hamingju með tilnefninguna ásamt öðrum sem fengu viðurkenningar ÍBR og óskar um leið Rögnu til hamingju með titilinn enda hún vel að titlinum komin.

Skildu eftir svar