Vefmyndavél

David Knight sigrar The Tough One

 David Knight á KTM sigraði hina erfiðu keppni The Tough One og sýndi það og sannaði að hann er hvergi nærri hættur en félagi hans Taddy Blazusiak sem einnig ekur KTM sigraði David síðast þegar þeir kepptu en það var í keppninni Last Man Standing.
Í þetta sinn lenti Taddy í öðru sæti.
Keppnin sem var haldin við bæinn Nantmawr í Shropshire í Bretlandi var nánast sett upp sem einvígi milli þeirra.
Í ár var keppnin heldur erfiðari en í fyrra


, búið var að lengja svokallaða drumbakalfa en í þeim er búið að setja stóra trédrumba þvers og kruss á brautina, einnig er ekið í gegnum gáma, yfir bíla ásamt að sjálfsögðu alvöru enduroleiðum með eru brekkur og stórgrýttir kaflar og eins og það væri ekki nógu erfitt þá ringdi svo það bættist við bleytta og drulla.
Var þetta mikil veisla fyrir áhorfendur að sjá þessa 50 keppendur, já keppenda fjöldinn er takmarkaður við 50.

David Knight tók forustu strax á fyrsta hring og fylgdi Wayne Braybrook honum fast eftir, Taddy var svo í fjórða sæti.
Þrátt fyrir að keppninni hafi verið flýtt um eina klukkustund þá þurftu keppendur samt sem áður að ljúka henni í myrkri og voru þeir allir með hjálmljós ásamt góðum kösturum á hjólunum.
En David sem kom ferskur eftir fyrsta sigurinn úr GNCC USA mótaröðinni hélt forustunni allan tímann og varði titilinn frá því í fyrra og Taddy náði að klára í öðru sæti, í þriðja sæti varð svo fyrrum sigurvegari frá Hells Gate keppninni Wayne Braybrook.

Dóri Sveins

Leave a Reply