MX Bootcamp í Svíþjóð um páskana

Martin Dygd verður með motocross æfingabúðir í Svíþjóð um páskana fyrir íslenska ökumenn.  Þetta verður mjög stíft prógram, mikið ekið, og mikið kennt.  Krafa er gerð um að ökumenn séu í góðu líkamlegu formi og ekki byrjendur á hjólum – og þátttakendur þurfa að vera tilbúnir að leggja mjög mikið á sig.  Kennt verður í 2 vikur, æfingar fara fram í 3 brautum í Svíþjóð og 1 braut í Noregi.


Auk þess verður eins dags kennsla í innanhús supercross braut í Svíþjóð og einn dag taka þátttakendur þátt í MX keppni í Svíþjóð.  Þátttakendur þurfa að koma með hjól, hjólagír og æfingaföt með sér.  Ódýra gistingu, rétt hjá Uddevalla brautinni, með gufu, potti, veitingastað og bar er að finna hér: www.hafsten.se.  Hægt er að fljúga með Icelandair eða Iceland Express til Köben (eða Gautaborgar) og keyra þaðan til Uddevalla.  Hægt er að senda hjól með Eimskip eða Samskip til Köben.  Verð fyrir námskeiðið í 2 vikur er SEK 5.000 (ca. 50þ).  Á námskeiðinu er pláss fyrir 20 ökumenn, en 8 ökumenn hafa nú þegar skráð sig og því pláss fyrir 12 í viðbót.  Hjólaáætlunin er í viðhengi.  Upplýsingar um námskeiðið veitir Martin Dygd, MARTINDYGD@dof.se.  Skráning hjá Óla Rúnari, olirunar@webspeed.dk.

MX Boot camp
IN SWEDEN OVER THE EASTER 
                 

           Program:  

Monday         10/3    MX training in Stromstad 
Tusday          11/3              MX training in Stromstad 
Wensday       12/3    Restday
Thursday       13/3    MX training in Norway
Friday            14/3    MX training in Norway
Saturday        15/3    MX training in Uddevalla
Sunday          16/3    Restday

Monday     17/3    MX training in Uddevalla
Tusday          18/3           MX training in Uddevalla
Wensday       19/3    Indoor supercross training
Thursday       20/3    Restday
Friday    21/3    Race in Sotenas
Saturday    22/3    MX training in Sotenas

Skildu eftir svar