Ljósmyndakeppni motocross.is 2007

Motocross.is hélt í sumar ljósmyndakeppni sem lukkaðist ágætlega.
Sendar voru hátt í hundrað myndir í keppnina og voru flestar þeirra
mjög flottar. Á árshátíð VÍK um daginn voru svo veitt verðlaun fyrir þá
4 flokka sem keppt var í og að lokum valin ljósmynd ársins.

Motocross.is
vill þakka öllum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna og vonandi
verða enn fleiri og flottari myndir með á næsta ári.

Þetta er mynd ársins:

Sigurvegarar urðu sem hér segir:

Á ferð um landið: Þór Kjartansson tók myndina af Finni „Bónda“ Aðalbjörnssyni á flæðunum við Kistufell

Í keppni: Lovísa Sigurjónsdóttir (Lolla) tók myndina á endurokeppni á Hellu

Krakkaflokkur: Friðgeir Óli Guðnason tók myndina af Eyþóri Reynissyni á Unglingalandsmótinu á Höfn.

Fólkið: Brynjar Þór Gunnarsson tók myndina af Mikka

Allar myndirnar sem sendar voru í keppnina má sjá hér á vefalbúminu

Skildu eftir svar