Frábær stemning á jólakrakkasuperkrossinu!

Annar eins áhugi og spenningur hefur ekki sést lengi eins og á krakkakrossinu í Reiðhöll Gusts um helgina. Þarna komu saman framtíðarökumenn landsins á aldrinum 6-9 ára og keyrðu hjólin sín innanhúss í frábærri aðstöðu undir árvökru eftirliti foreldra og aðstoðarmanna.

Foreldrafélag VÍK með þau Berglindi og Þóri stóð fyrir skipulagningunni og ég vil fyrir hönd félagsins þakka þeim kærlega fyrir framtakið. Hjörtur Líklegur kom sá og sigraði og fær stórt hrós ásamt  jólasveinunum og öllum hinum sem hjálpuðu til.

Við höfum þegar rætt að leita leiða til að halda svona uppákomur reglulega fram á vorið og vonandi getum við kynnt það strax eftir áramót.

Bestu jólakveðjur, Hrafnkell formaður.

Skildu eftir svar