24 stundir, um krakkakross

Blaðamaður 24 stunda, Albert Örn Eyþórsson fylgdist með jólakrakkasuperkrossinu um daginn. Hér er fín grein sem hann skrifaði um sportið, þökkum honum fyrir það.
„Öruggara en að vera á reiðhjóli úti í umferðinni“ Börn allt niður í sex ára þeysast um á svokölluðum smámótorhjólum á afgirtum svæðum. Hálft ár er síðan reglum um hjólin var breytt og aldursmark lækkað. Þeim sem eiga smámótorhjól hefur snarfjölgað og hafa hundruð hjóla verið skráð á árinu, þótt stykkið kosti vart undir 200 þúsundum. „Þetta er öruggara en að vera á reiðhjóli úti í umferðinni,“ segir Hrafnkell Sigtryggsson, formaður Vélhjólaíþróttaklúbbsins.

Smellið á myndirnar til að stækka

Skildu eftir svar