Stefan Everts á íslandi

DVD diskarnir hans Stefan Everts fást nú á Íslandi en þeir eru áritaðir af meistaranum sjálfum. Um er að ræða mjög takmarkað upplag af annars vegar nýja kennsludisknum “Sand – Volume #1” en þar fer Everts yfir öll helstu tækniatriði sem þú þarf að vita til að ná þeim árangri sem þig dreymir um í sportinu, með sérstaka áherslu á akstur í sandi. Hins vegar er það “Stairway To Glory” sem er mjög vandaður 2ja diska pakki þar sem ferill margfalda heimsmeistarans er rakinn.
DVD diskarnir eru til sölu í Púkanum, Nítró, JHM Sport og Mótormax á Akureyri.


Það skal tekið fram að Everts er ekki örvhentur þannig að hendin sem hann notaði til að árita diskinn þinn var sú hin sama og hann notaði til að snúa uppá bensíngjöfina sem skilaði honum í mark sem 10 földum heimsmeistara í motocross.


Skildu eftir svar