Vefmyndavél

Fundarboð

Ágæta félagsfólk og annað áhugafólk um vélhjólamennsku

Mánudaginn 19. nóvember stendur umhverfisnefnd Mótorhjóla- og snjósleðasambands Íslands (U-MSÍ) fyrir opnum félagsfundi í húsakynnum ÍSÍ í Laugardalnum (Engjavegi 6), Reykjavík.  Fundurinn hefst kl. 19:30 og stendur til 21:30.

Markmið fundarins er að upplýsa félagsfólk, sem og aðra þá sem áhuga hafa á vélhjólamennsku, um það starf sem unnið er í nefndinni og hvers megi vænta á næstu misserum í hagsmunabaráttu okkar fyrir bættum réttindum. Við erum alltaf að leita að góðu fólki með okkur í nefndina, og gefst á fundinum kjörið tækifæri til að kynnast þeim verkefnum sem nefndin er að vinna að.

Í nefndinni sitja Jakob Þór Guðbjartsson, formaður, Leópold Sveinsson, Gunnar Bjarnason, Einar Sverrisson, Ólafur H. Guðgeirsson og kannski þú.

Dagskrá fundarins er sem hér segir: 

19:30 -19:45 Setning fundar, kynning á nefndinni og fyrir hvað við stöndum.

19:45 – 20:15 Hvað er framundan – verkefnin okkar.
    Á þeim þremur árum sem nefndin hefur starfað hefur mikið vatn runnið til sjávar og nefndarmenn orðnir reynslunni ríkari. Á þessum tíma hafa komið upp margar góðar hugmyndir að verkefnum, sem einhverja hluta vegna hafa ekki náð flugi. Það er ætlun okkar á félagsfundinum að kynna þessi verkefni og þannig leggja línurnar fyrir starf næsta árs.

20:15 – 20:30 Hugvekja fá Siv Friðleifs
    Siv Friðleifsdóttir, alþingiskona, hefur í gegnum árin látið hagsmunabaráttu vélhjólafólks sig varða, enda mótorhjólakona sjálf. Reynsla hennar af stjórnmálum, nefndarstörfum, ráðherramennsku og stjórnsýslu gerir henni kleift að sjá hagsmunabaráttu vélhjólafólks með öðru ljósi en hinn almenni vélhjólanotandi. Siv mun segja okkur frá reynslu sinni.

Hlé

20:45 – 21:05 Kynning á skýrslu vinnuhópu Umhverfisstofnunar, aðdragandi og væntingar.
    Í eitt og hálft ár hefur umhverfisnefndin starfað í vinnuhópi Umhverfisstofnunar, ásamt Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, Landvernd og Vegagerðinni. Vinnuhópnum er ætlað að koma með hugmyndir að framtíðarskipulagi á aðstöðu og lagaumhverfi sem uppfyllir þarfir þeirra sem aka um á vélhjólum, með það að markmiði að sporna gegn utanvegaakstri.  Starfi vinnuhópsins fer senn að ljúka og verður skýrslan brátt send til ráðherra. Ætlunin er að kynna efni skýrslunnar, stöðumati og þeim hugmyndum sem U-MSÍ leggur til.

21:05 – 21:30 Skipulagsmál á Mosfellsheiði og jaðarsvæðum.
    Sífellt er þrengt að vélhjólafólki í kringum höfuðstaðinn, sem og annarsstaðar, bæði er verið að loka leiðum eða taka þær undir aðra notkun, t.d. sem reiðleiðir.  Rödd vélhjólafólks er ekki nógu sterk þegar kemur að skipulagsmálum og er þessum skipulagshugmyndum ætlað að vekja vélhjólafólk til umhugsunar um mikilvægi þess að skipuleggja akstursleiðir.  Birt verða drög að skipulagi fyrir Mosfellsheiðina og jaðarsvæði hennar. Skipulagið afmarkast af Hafnarfirði, Kleifarvatn, Bláfjöll, norðan við Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfoss, Þingvellir, Esjan og Reykjavík.

21:30  Fundi slitið. Umræður.

Með von um góða mætingu,
U-MSÍ

Leave a Reply