David Knight afgreiddi GNCC

Íslandsvinurinn David Knight varð núna um helgina þriðji einstaklingurinn í sögunni sem unnið hefur bæði ISDN, WEC og GNCC.  Hann er þar í hópi með Shane Watts og finnanum rólinda, Juha Salminen.
Hann er hins vegar eini maðurinn í sögu alheimsins sem hefur einnig sigrað Klausturskeppnina á Íslandi…!!

Tímabilið byrjaði ekki vel hjá David en á endanum hafði hann þó sjö sigra og fyrir síðustu umferðina var það aðeins Barry Hawk sem átti tæknilegan möguleika á því að "stela" titlinum af  "Riddaranum" frá Mön.


Barry Hawk sleit hins vegar keðjuna sína og átti þar með í nokkrum vandræðum með að koma hjólinu sínu áleiðis.   Þetta setti David í smá vanda.!!
"Ég var ekki viss hvað ég ætti að gera – titillinn var minn og ég gat alveg eins farið strax upp á þjónustusvæði og byrjað að drekka..!"  sagði David..í gríni.  
Hann var hins vegar með forgangsröðina á hreinu – hélt áfram að keyra og hafði sigur í síðustu umferðinni.

Skildu eftir svar