Frá Kára Jónssyni

Frá Kára Jónssyni #46, Íslandsmeistara síðustu tveggja ára í enduró meistaradeild  

Því miður verð ég að láta mér nægja að vera áhorfandi á lokamóti sumarsins í enduro og mótokrossi. Mér tókst að brjóta á mér hægri löppina í júlí og er enn í gifsi, sem fer ekkert sérstaklega vel á mótorhjóli. Fyrir lokakeppnina er ég efstur að stigum og verð því að  sætta mig við að verja ekki íslandsmeistaratitilinn í þetta sinn.  

TM 250 hjólið sem ég keppti á í sumar er langbesta TM hjólið sem ég hef átt og átti ég bara eftir að ná meiru út úr því.  

Ég hef heyrt að brautin sé krefjandi og skemmtileg með mörgum erfiðum enduro þrautum sem er eitthvað sem ég hefði ekki viljað missa af.   

Ég vil þakka styrktaraðilum mínum, JHM Sport, TM Racing, Merrild, Pepsi Max, Orkuverinu, Garmini og Goða fyrir frábæran stuðning og skilning á mínum aðstæðum. Auk þess vil ég vil þakka þeim sem ég hef keppt við í sumar góða og drengilega keppni og hlakka til að óska nýjum Íslandsmeistara til hamingju með titilinn.


Skildu eftir svar