Liðapittur um helgina

Liðapitturinn hefur verið skipulagður fyrir helgina og er liðunum ætlað pláss norðan við auglýsingaskiltin. Merkt hafa verið svæði fyrir hvert stærstu liðanna og raðast þau sem í röð til vesturs (borgarinnar) frá innkeyrslunni í MX-brautina skv. eftirfarandi.

Pittur nr. / lið
1. JHM
2. Honda
3. Yamaha
4. KTM
5. Kawasaki
6. Púkinn
7. Til vara
8. Til vara

Nöfn og staðsetningar liðanna voru dregin úr potti af fullkomnu handahófi til að tryggja hlutleysi og til að allir fái sömu aðstöðu á svæðinu. Góða skemmtun um helgina. Stjórn og nefndir VÍK

Skildu eftir svar