Viktor góður í USA

Viktor Guðbergsson stendur sig heldur betur vel í USA. Hann varð í öðru sæti í dag í supercrossi í sínum flokki á 150cc hjóli. Hann tapaði aðeins með hálfri hjóllengd eftir að hafa haft forystu nokkrum sinnum.
Í gær var hann í fimmta sæti í motocrossi eftir að hafa drepið á hjólinu í fyrstu beygju og því verið aftastur.
Keppnin um helgina var á Budds Creek brautinni en þar verður einmitt Motocross of nations í september.


Skildu eftir svar