Skemmdarverk í Vatnsskarði

Að kvöldi dags 29.05.2007 voru unnar skemmdir á nýju 117 tonna jarðýtunni sem tilheyrir vinum okkar og velgjörðarmönnum hjá Vatnsskarðsnámum.  Vélin var staðsett ofan á fjallinu við námuna og þar voru einhverjir undarlega þenkjandi aðilar á ferðinni. Framferði viðkomandi einstaklinga var með ólíkindum og gerðu þeir m.a. þarfir sínar inni í ýtunni.  Þeir sem einhverjar hugmyndir hafa um hverjir þarna voru á ferð eru vinsamlegast beðnir um að láta í sér heyra. 

Skildu eftir svar