JHM Sport-bíll

Fyrir 14 mánuðum lánaði Jón í JHM-Sport VÍK bíl fyrir starfsmann félagsins. Bíllinn hefur verið notaður mikið og flutt allt efni, áburð o.fl. bæði á Bolaöldur og Álfsnes síðastliðið ár. Í dag var bílnum skilað með trega og má sjá Hjört og Jón takast á um lykilinn á meðfylgjandi mynd….

(Jón hafði betur í lyklatoginu). Fyrir hönd félagsmanna í VÍK vil ég þakka Jóni í JHM-Sport fyrir lánið.
kveðja,
Hjörtur L. Jónsson


Skildu eftir svar