Vefmyndavél

MXofN Team Iceland

Eins og flestum er kunnugt þá stendur til að MSÍ sendi 3 manna keppnislið til þátttöku í MotoCross of Nation sem fram fer í Budds Creek í USA í September. Undirbúningsnefnd MSÍ hefur valið 10 keppendur úr Íslandsmótinu sem koma til greina í byrjunarúrtak fyrir keppnislið „Team Iceland“. Samkvæmt reglum MSÍ um MXofN er Íslandsmeistari ársins sjálfkrafa í liðinu en þar sem skila þarf inn þátttökuyfirlýsingu inn í byrjun ágúst þá er það ljóst að einhverjar breytingar gætu orðið á liðinu á síðustu stundu. Einn ökumaður keppir í hverjum flokk, MX1 = 250cc 2T / 450cc 4T, MX2 = 125cc 2T / 250cc 4T og MX3 = opinn flokkur. Aðeins verða valdir keppendur úr Meistaraflokki í Íslandsmótinu. Val á líklegum keppendum fyrir MXofN byggist á

tímatökum, aksturstíma í „moto“ og heildarárangri. Undirbúningsnefnd MSÍ hefur ákveðið að kalla til 10 keppendur sem líklegir eru til þess að komast í „Team Iceland“ fyrir MXofN 2007. Eftir því sem líður á sumarið mun svo þessi listi þrengjast þangað til að endanlegt lið verður tilkynnt.

10 manna úrtak fyrir MXof N 2007, 14.06.´07.

Aron Ómarsson #66, Einar Sverrir Sigurðarson #4, Gunnlaugur Karlsson #111, Gylfi Freyr Guðmundsson #1, Hjálmar Jónsson #139, Jóhann Ögri Elvarsson #17, Kári Jónsson #46, Michael B. David #23, Ragnar Ingi Stefánsson #0, Valdimar Þórðarson #270..

Undirbúningnefnd MSÍ MXofN

Leave a Reply