Motocross á Króknum

Vélhjólaíþróttafélagið á Sauðárkrók stendur fyrir bikarkeppni í Moto-Cross laugardaginn 21.júlí í sumar. Um er að ræða nýja braut félagsins sem tekin var í notkun síðasta sumar. Mikil áhugi er hjá félaginu að halda Íslandsmótskeppni í Moto-Cross sumarið 2008 og verður bikarkeppnin liður í undirbúningi til þess. Brautin er hreint út sagt frábær og á eftir að verða enn betri 21. júlí. Hvetjum alla MX menn, konur, stelpur og stráka til þess að mæta. Nánari dagskrá keppninnar mun birtast ásamt skráningu um miðjan Júní.
Kveðja frá Króknum

Skildu eftir svar