Góð mæting á slóðafund Umhverfisnefndar

Um 40manns mættu á fræðslufund MSÍ, VÍK og 4×4 í gær og var það framar okkar björtustu vonum. Miklar umræður sköpuðust um slóðamál og voru fundarmenn almennt jákvæðir á framtíðina þó vissulega þurftum við að halda vel á spöðunum í hagsmunagæslunni. Farið var yfir helstu verkefni umhverfisnefndarinnar og brýnt fyrir fundarmönnum nauðsyn þess að safna gps-gögnum (ferlum) af hjólaleiðum. Stór hluti þeirra sem mættu á fundin hyggjast aðstoða við ferlun í sumar og jafnvel var rætt um að fundarmenn hittust reglulega í sumar til að miðla upplýsingum um hjólaleiðir. Jón Snæland fór á kostum með ferlsafnið sitt, en það er án efa stærsta ferlasafn landsins í einkaeigu. Áframhald verður á fundarhöldum á næsta miðvikudag, 9.maí. Sjá nánar hér til hliðar.

Skildu eftir svar